4.6.2009 | 06:47
Erfðabreytingar hafa alltaf verið stundaðar
Hvernig halda menn að grænar baunir hafi orðið til, nema með erfðabreytingu sem kölluð var kynbætur og með útiræktun. Tæknin var bara önnur og hættumeiri.
Þrýstingur á Umhverfisstofnun vegna erfðabreytts byggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vilhj. B
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það getur enginn heilvita manneskja borið saman venjulegar kynbætur eins og hafa verið stundaðar frá örófi alda við það að splæsa saman bitum af óskyldu DNA sem þeir hafa bara einhvern þokukenndan grun um hvernig gæti hugsanlega virkað.
Hér er verið að biðja um að fá að rækta utandyra frjóar byggplöntur sem hafa verið erfðabreyttar með ofangreindum hætti. Það virðist enginn geta veitt fullvissu um að téðar plöntur geti ekki frjóvgað bygg sem ræktað er hér til manneldis.
Elías Halldór Ágústsson, 4.6.2009 kl. 07:53
Sæll Elías.
"Það virðist enginn geta veitt fullvissu um að téðar plöntur geti ekki frjóvgað bygg sem ræktað er hér til manneldis"
Þar sem ég vinn nú hjá þessu fyrirtæki sem sækir um þetta leyfi og þekki málið því vel langaði mig að benda þér á að kynna þér skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands sem rannsakaði möguleikann á að erfðabreytt bygg frjóvgist við annað bygg. Samkvæmt þeim niðurstöðum gerðist það aldrei í þeim 750.000 plöntum sem skoðaðar voru jafnvel þó að plönturnar væru ræktaðar hlið við hlið. Skýrslan er hér http://www.lbhi.is/Uploads/document/Rit_LBHI/Rit-LBHI-nr-1.pdf
Kv.
Steinar Örn, 4.6.2009 kl. 10:06
Það væri betra ef svona staðreyndir heyrðust oftar í umræðunni.
Elías Halldór Ágústsson, 4.6.2009 kl. 10:13
Sælir Elías og Steinar.Ég held því alls ekki fram að ég sé sérfræðingur á þessu sviði, en ég hef þá trú á okkar vísindamönnum að þeir viti meira um hvað út úr þeirra tilraunum kemur heldur en munkarnir sem voru að stunda tilraunirnar hér áður. Þeir vissu áreiðanlega ekki alltaf hvað út úr þeirra blöndun kæmi. Og þó breytingarnar hafi verið hægari þá var áhættan ekki minni, en enginn gerði sér bara grein fyrir henni.
Vilhj. B, 4.6.2009 kl. 17:25
Sæll Vilhjálmur
Ég er alveg sammála þér þarna. Erfðabreytingar með erfðatækni eru mun markvissari og hættuminni þegar á heildina er litið, þó auðvitað verði að meta hvert tilfelli fyrir sig. En það er einmitt það sem gert og sem betur fer á Ísland fjölmarga hæfa og óháða vísindamenn sem meta þessa hluti fyrir opinbera aðila. Þar má helst nefna ráðgjafanefnd fyrir erfðabreyttar lífverur.
Kv.
Steinar Örn, 5.6.2009 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.